29. október, 2009 - 12:45
Fréttir
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var tekið fyrir erindi frá fulltrúum Góðtemplarareglunnar á Akureyri þar sem þeir
lýsa yfir áhuga á að afhenda Akureyrarbæ Friðbjarnarhús til eignar, með það fyrir augum að því verði komið í
umsjá Minjasafnsins á Akureyri.
Bæjarráð þakkar fyrir höfðinglega gjöf Góðtemplarareglunnar og samþykkti að fela bæjarstjóra frekari undirbúning
að viðtöku hússins.