Vilja endurbyggja Grillskálann

Grillskálinn á Þórshöfn sem brann til grunna 13. desember sl. Mynd: ja.is
Grillskálinn á Þórshöfn sem brann til grunna 13. desember sl. Mynd: ja.is

Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar að óska eftir því við N1 að Grillskálinn á Þórshöfn verði endurbyggður hið fyrsta. Skálinn eyðilagðist í eldi í síðustu viku en rannsókn á eldsupptökum stendur enn.

Grillskálinn á Þórshöfn brann til grunna aðfaranótt 13. desember. Húsið og eldsneytisdælur voru í eigu N1, en veitingarekstur og verslun í húsinu var í eigu fjölskyldu á Þórshöfn. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið.

Sjá einnig: Grillskáli gjörónýtur eftir eldsvoða

Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar að óska eftir því við N1 að skálinn verði endurbyggður sem fyrst, enda hafi skálinn verið samfélaginu á Þórshöfn afar mikilvægur. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir í samtali við RÚV að endurbygging komi vel til greina. Ákvörðun um slíkt verði þó ekki tekin fyrr en rannsókn á brunanum er lokið. Eldsneytissala á Þórshöfn hófst á ný 15. desember. 

 

 

Nýjast