Í nýrri umhverfis- og samgöngustefnu hjá Akureyrarbæ er lagt upp með að draga úr notkun nagladekkja til að minnka svifryk í andrúmsloftinu. Segir í umsögn um nagladekkin að þau hafi í för með sér aukna svifryksmengun og slit á götum og því sé mikilvægt að minna bæjarbúa á aðra valkosti en nagladekk. Setja á upp færanlegt skilti sem vekja á athygli á svifryksmengun af notkun nagladekkja og verður því komið upp á þessu ári. Lengri frétt má lesa í prentútgáfu blaðsins.