Vilja bregðast við óæskilegu næturlífi á Fiskideginum
Þetta kemur fram í hugleiðingum frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þar segir ennfremur: Það er sammerkt með þeim sem tilheyra
þessum hópi að þeir taka ekki nokkurn þátt í dagskrá sem er yfir daginn og er skipulögð fyrir alla fjölskylduna - saman.
Ákveðið var að áður en að þetta yrði að vandamáli að setja saman forvarnarnefnd sem hefur hist á fundum í vetur. Nefndin hefur
m.a. átt samvinnu með þjónustu og veitingaaðilum um styttri opnunartíma á nóttunni. Sent foreldrum á Eyjafjarðarsvæðinu
bréf þar sem þeir eru m.a. hvattir til að virða útivistarreglur og senda ekki börn undir 18 ára aldri ein á
útihátíðir. Hvatning til fjölskyldunnar að koma SAMAN og skemmta sér saman. Unnið að aukinni gæslu á tjaldstæðunum, átt
samvinnu með SAMAN hópnum og tekið á leigu aðstöðu í miðbænum þar sem lögregla og gæslufólk geta komið með
ólögráða unglinga og þar verður hringt í foreldra.
Gestir og bæjarbúar njóta fjölskylduvænnar dagskrár Fiskidagsins mikla yfir daginn og fram undir miðnætti. Njóta síðan samvista
við gesti og gangandi heimavið eða á tjaldstæðunum og aðrir vilja kíkja í miðbæinn og hitta vini og gamla kunningja og fara síðan
á kristilegum tíma að sofa. Íbúar Dalvíkurbyggðar sem að allflestir koma að hátíðinni með einum eða öðrum
hætti og aðrir velunnarar Fiskidagsins mikla vilja vernda hátíðina, þannig að við getum áfram boðið öllum landsmönnum til okkar, til
að njóta matar og skemmtunar. Þess má geta að það eru yfir 300 sjálfboðaliðar sem leggja hátíðinni lið sér og
öðrum til ánægju og yndisauka.
Aukið dagskrárefni fyrir börnin.
Enginn dansleikur.
Styttri opnunartími þjónustu og veitingaaðila á nóttunni.
Sendum ekki ólögráða ungmenni ein á bæjarhátíðir.
Það að 18 ára og yngri mega ekki tjalda nema í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum eru ekki viðmið heldur lög.
Fjölskyldan SAMAN á bæjarhátíðum söfnum góðum minningum
Fiskidagsboðorðin 2011
Við höfum sett saman 10 einföld Fiskidagsboðorð og það má segja að það að fylgja boðorðunum sé eina gjaldið sem þarf
að greiða til Fiskidagsins mikla og íbúa J.
Við göngum vel um
Við virðum hvíldartímann
Við virðum náungann og umhverfið
Við verjum Fiskdeginum mikla saman
Við virðum hvert annað og eigur annara
Við virðum útivistarreglur unglinga og barna
Við erum dugleg að knúsa hvert annað
Við beygjum okkur 2 sinnum á dag eftir rusli
Við förum hóflega með áfengi og virðum landslög.
Við hjálpumst að við að halda Fiskidagsboðorðin. Allir dagskrárliðir sem eru á vegum Fiskidagsins mikla eru fríir. Tjaldstæðin eru á vegum Dalvíkurbyggðar og þar er innheimt eitt gjald eða 4000 kr, innkoma fer í að greiða gæslu á tjaldstæðunum sem verður aukin í ár.
Í samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar voru umræður í byrjun júní um bæjarhátíðir. Þar var m.a. rætt um ábyrgð foreldra á ólögráða ungmennum í tengslum við bæjarhátíðir og sumarskemmtanir. Nefndin bókaði varnaðarorð við bæjarhátíðum hvers konar. Forvarnarnefnd Fiskidagsins mikla tekur undir þessa bókun ásamt því að félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar tók undir ofangreinda bókun á fundi sínum þriðjudaginn 14. júní s.l.
"Samfélags- og mannréttindaráð hvetur foreldra til að axla ábyrgð á uppeldishlutverki sínu og gefa ekki ólögráða ungmennum leyfi til að sækja skemmtanir og viðburði, jafnvel í önnur sveitarfélög, án þess að ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja öryggi þeirra."