Vilja aukna aðstöðu fyrir kennslu og þjálfun afreksíþróttafólks

Fyrir síðasta fundi íþróttaráðs Akureyrar lágu minnisblöð frá forsvarsmönnum afrekssviða Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri, þar sem farið er fram á það við Akureyrarbæ að skólarnir fá aukna aðstöðu fyrir kennslu og þjálfun afreksíþróttafólks skólanna.  

Í bókun íþróttaráðs kemur fram að ráðið fagnar auknum umsvifum afrekssviða framhaldsskólanna á Akureyri og felur framkvæmdastjóra íþróttadeildar að skoða með hvaða hætti deildin getur komið að verkefninu.

Nýjast