Aðalfundur Eyþing, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum skorar á stjórnvöld að stuðla að því að læknanám hefjist vð Háskólann á Akureyri. Þetta kemur fram í ályktun um menntamál frá fundinum. Þar segir einnig að mikilvægt sé að auka fjárveitingar til iðn- og tæknináms, bæði á framhalds- og háskólastigi á svæðinu og stuðla að kynningu á iðn- og tækninámi á grunnskólastigi. '
Þá bendir Eyþing á að brýnt sé að hefja byggingu legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri, en það sé lykillinn í að viðhalda og byggja upp þjónustu sjúkrahússins. Jafnframt sé nauðsyn að tryggja fjármagn til að efla heilsugæslu og geðheilbrigðisþjónustu í nærsamfé- laginu.
Loks er nefnt í ályktun að tryggja þurfi fjármagn til reksturs hjúkrunarheimila og að daggjöld séu miðuð við þær kröfur sem gerðar eru til rekstrarins.