Bragi Finnbogason, formaður Veiðifélags Laxár telur að mikil fjölgun ferðamanna sé ástæða þess að Mývatn varð hvítleitt síðasta sumar en Laxá í Aðaldal rennur úr Mývatni.
„Eina breytan sem hefur aukist er þessi ofboðslega fjölgun ferðamanna. Þeir sem koma t.d. með skemmtiferðaskipi koma hingað, kannski 30-40 rútur á dag, og það segir sig sjálft að það setur aukið álag á skólpið,” segir Bragi í samtali við Morgunblaðið. Hann óttast að vatnið verði hvítleitt aftur í sumar vegna aukins bakteríublóma. Það geti leitt til þess að veiði verður erfið.
Veiðifélögin við Mývatn og Laxá hafa kallað eftir eftir rannsóknum yfirvalda á ástandinu. /epe