Vilhjálmur hlýtur styrk úr Nýræktarsjóði
Í gær 2. maí, fékk Vilhjálmur Bergmann Bragason rithöfundur úthlutuðum styrk til útgáfu nýs leikrits sem hann hefur skrifað.
Vilhjálmur er útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 2008, lærði ensku við Háskóla Íslands og lauk nýverið námi í leikritun við Royal Academy of Dramatic Arts í Lundúnum. Hann hefur í vetur verið enskukennari Menntaskólans í forföllum.
Styrkurinn sem Vilhjálmur hlaut er nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Styrkinn hlýtur hann til að gefa út leikrit sitt Afhendingu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi styrkur er veittur. Afhending hlýtur ákaflega jákvæða umsögn dómenda, þar segir:
„Athyglisverður og ögrandi leiktexti sem fyllir lesandann óhug og efasemdum um þá þróun sem er sýnd í samskiptum persónanna. Höfundurinn þekkir leikhúsið og leikritun og sýnir athyglisvert vald á forminu, eins og sést mæta vel á snörpum og vel skrifuðum samtölum Þar sem dansað er á mörkum súrrealisma og óþægilegs raunsæis“.
Styrkurinn tryggir að Verk Vilhjálms, Afhending – verður sýnt á sviði. /epe.