Vilhelm Norðurlandameistari í 200 m skriðsundi
Sundkappinn Vilhelm Hafþórsson var Norðurlandameistari í 200 m skriðsundi á Norðurlandamóti fatlaðra sem fór í Finnlandi um helgina. Vilhelm keppir fyrir hönd Óðins og er þetta frábær árangur hjá sundkappanum sem er einn sá efnilegast í sínum flokki.
Hann vann auk þessa silfur í bæði 100 m baksundi og 100 m skriðsundi og bronsverðlaun í 100 m flugsundi. Hann synti einnig í 50 m skriðsundi og 100 m bringusundi en ekki hafa borist upplýsingar um gengi hans í þeim greinum.