Vilhelm á Norðulandamót fatlaðra í sundi
19. október, 2011 - 10:22
Vilhelm Hafþórsson, sundmaður hjá Óðni, er á leiðinni á Norðurlandamót fatlaðra í sundi. Mótið fer fram í Oulu í Finnlandi dagana 22. til 23. október og mun Vilhelm keppa í 200 skriðsundi, 100 flugsundi, 100 skriðsundi, 100 baksundi, 50 skriðsundi og 100 bringusundi. Vilhelm, 18 ára, byrjaði tiltölulega seint að æfa sund en er nú í hópi sterkustu sundmanna landsins í sínum fötlunarflokki.
Nýjast
-
Hátíðarhöldin 1. maí á Húsavík
- 30.04
Stéttarfélögin standa fyrir hátíðarhöldum 1. maí á Fosshótel Húsavík. Hátíðin hefst kl. 14:00. Boðið verður upp á veglegt kaffihlaðborð, hátíðarræður, auk þess sem heimamenn í bland við góða gesti munu sjá um að skemmta gestum með hreint út sagt mögnuðum tónlistaratriðum. -
Annars konar upplifun í Bandaríkjunum en átti von á
- 30.04
„Mín upplifun varð önnur en ég gerði fyrir fram ráð fyrir. Þetta var dálítið einkennileg upplifun,“ segir Rachael Lorna Johnstone lagaprófessor við Háskólann á Akureyri. Hún flytur erindi í stofu M-101 í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 2. maí þar sem hún segir frá dvöl sinni í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. -
Tæplega 63 þúsund manns renndu sér á skíðum eða bretti í Hlíðarfjalli í vetur.
- 30.04
Skíðavertíðinni í Hlíðarfjalli lauk um liðna helgi og eins og vant er voru það keppendur á Andrésar Andar leikunum sem slógu loka tóninn. -
1 mai dagskrá á Akureyri og Fjallabyggð
- 30.04
Alþjóðlegur baráttudagur launafólks verður haldinn hátíðlegur með dagskrá á Akureyri og í Fjallabyggð fimmtudaginn 1. maí. -
Göngugatan lokuð frá og með morgundeginum
- 30.04
Bæjarstjórn samþykkti 18. mars sl. að sá hluti Hafnarstrætis sem gengur jafnan undir heitinu „göngugatan“ verði lokaður frá 1. maí til 30. september eða í fimm mánuði. Þetta er umtalsvert lengri lokun en var síðasta sumar en þá var lokað í þrjá mánuði frá 3. júní til ágústloka. -
Guðmundur Ármann opnar sýningu laugardaginn 3. til 31. maí í Bergi, menningarhúsi Dalvíkinga
- 29.04
Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Yrkja II, verða um 19 málverk máluð á árunum 2021 til 2025. Einnig nokkrar teikningar. Þessi sýning er í beinu framhaldi af sýningu minni á Bergi 2022 um sama yrkisefni. -
Bernskuheimilið mitt eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum
- 29.04
Flóra Menningarhús í Sigurhæðum á Akureyri hefur hafið söfnun á Karolina Fund fyrir útgáfu á bókinni Bernskuheimilið mitt eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum (1857-1933). Árið 1906 fékk Ólöf birta grein í tímaritinu Eimreiðinni undir heitinu Bernskuheimilið mitt sem telst vera fyrsti sjálfsævisögulegi þáttur íslenskrar konu. Greinin vakti á sínum tíma mikla athygli. Það að kona fjalli opinberlega og opinskátt um líf sitt og fjölskyldu sinnar má kalla uppreisn á þessum tíma "þegar konur áttu að standa vörð um heiður fjölskyldunnar, meðal annars með þagmælsku um eigin hagi og með því að þegja alltaf um það sem fór úrskeiðis" (Raghneiður Richter, Íslenskar konur-ævisögur, s. 11). Verkið hefur aldrei verið gefið út á bók en nú verður bætt úr því. Hægt er að styðja verkefnið og kaupa bækur í forsölu hér: https://www.karolinafund.com/project/view/6459 -
Metfjölda notaðra snjalltækja skilað inn hjá Elko
- 28.04
Með tilliti til sjálfbærni var árið 2024 sögulegt fyrir ELKO – sérstaklega á Akureyri þar sem viðskiptavinir skiluðu inn og keyptu alls 400 notuð snjalltæki. Þetta gerir árið að metári í viðskiptum með notuð raftæki í versluninni þar í bæ. -
Kostuleg klassík með Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu
- 26.04
Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu er væntanleg til landsins á vormánuðum. Hún leikur á þrennum tónleikum í maí. Aðgangur er ókeypis á þá alla en sækja þarf miða á tix.is: