Vilhelm á Norðulandamót fatlaðra í sundi

Vilhelm Hafþórsson verður í eldlínunni um helgina í Finnlandi.
Vilhelm Hafþórsson verður í eldlínunni um helgina í Finnlandi.

Vilhelm Hafþórsson, sundmaður hjá Óðni, er á leiðinni á Norðurlandamót fatlaðra í sundi. Mótið fer fram í Oulu í Finnlandi dagana 22. til 23. október og mun Vilhelm keppa í 200 skriðsundi, 100 flugsundi, 100 skriðsundi, 100 baksundi, 50 skriðsundi og 100 bringusundi. Vilhelm, 18 ára, byrjaði tiltölulega seint að æfa sund en er nú í hópi sterkustu sundmanna landsins í sínum fötlunarflokki.

Nýjast