Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
-Stefán Arnaldsson er vel þekktur í heimi íþróttanna sem einn fremsti handboltadómari heims á sínumtíma. Hann lagði flautuna á hilluna fyrir tíu árum og starfar í dag hjá Útfararþjónustu Kirkjugarða Akureyrar. Stefán er einn þriggja systkina og kom það í hlut systur hans og mágs að koma þeim bræðrum til manns þar sem þau misstu foreldra sína ung að árum. Vikudagur settist niður með Stefáni og spjallaði við hann um krefjandi starfið hjá Útfararþjónustunni, óvenjulegt uppeldi og glæstan dómaraferil.
-Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að gert verði kostnaðar- og rekstrarmat fyrir byggingu og rekstur bílastæðahúss í miðbæ Akureyrar.
-Freyja Dögg Frímannsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem svæðisstjóri Rúv á Norðurlandi og er flutt til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni. Freyja hefur gegnt starfi svæðisstjóra í um tvö ár en starfaði einnig um nokkurra ára skeið sem fréttamaður hjá Rúv á Akureyri.
-Til greina kemur að loka almenningssalernum undir kirkjutröppunum á Akureyri. Halla Björk Reynisdóttir, formaður framkvæmdaráðs, segir það hafa verið í skoðun lengi að loka salernunum.
-Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á síðasta bæjarstjórnarfundi að fela bæjarráði að kostnaðargreina og skilgreina tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma án launaskerðingar og leggja niðurstöður fyrir bæjarstjórn fyrir árslok 2016.
-Sportið er á sínum stað og margt og margt fleira í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is