Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
-Srdjan Tufegdzic er yfirleitt kallaður Túfa í daglegu tali en hann á langan feril með KA að baki sem leikmaður og nú þjálfari. Túfa ólst upp við erfiðar aðstæður í Serbíu vegna stríðsátaka í gömlu Júgóslavíu og hann lærði ungur að standa á eigin fótum. Hann ákvað snemma að gera knattspyrnuna að atvinnu. Vikudagur fékk sér kaffibolla með Túfa og spjallaði við hann um fótbolta, fjölskylduna, lífið í Serbíu og margt fleira.
-Umræður um lokun neyðarbrautarinnar svokölluðu á Reykjavíkurflugvelli fóru fram á bæjarstjórnarfundi Akureyrar sl. þriðjudag en ágreiningur er á milli bæjarfulltrúa um aðkomu Alþingis að málinu. Rætt er við Loga Má Einarsson bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og Njál Trausta Friðbertsson bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið.
-Baldvin Esra Einarsson er maðurinn á bak við EM-torgið í miðbæ Akureyrar þar sem fólk hefur safnast saman og fylgst með leikjum íslenska liðsins á Evrópumóti karla í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi. Baldvin hefur skapað áður óþekkta stemmningu á Ráðhústorginu.
-Eva Reykjalín er í nærmynd og svarar spurningum um lífið og tilveruna og sportið og matarkrókurinn er á sínum stað.
Þetta og margt fleira í blaði vikunnar. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is