Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Guðmund Karl Jónsson sem hefur verið forstöðumaður í Hlíðarfjalli í 17 ár og tekur sér sjaldan frí þegar skíðavertíðin er í gangi. Hann er uppalinn Garðbæingur en flutti til Akureyrar frá Bandaríkjunum árið 2000. Hann segir vinnuna ávallt skemmtilega og fjölbreytta. Vikudagur gerði sér ferð upp í Hlíðarfjall og spjallaði við þann sem öllu ræður á skíðasvæðinu.

-Útvarp Akureyri verður formlega opnuð á morgun, föstudaginn 1. desember kl. 10:00 en útvarpsstöðin sendir út á tíðninni 98.7. Sent verður út allan sólarhringinn, alla daga ársins. Útvarpsstöðin er til húsa að Gránufélagsgötu 4 eða í JMJ húsinu svokallaða. Útvarpsmaðurinn Axel Axelsson er maðurinn á bak við útvarpsstöðina en hann hefur undanfarin ár stefnt að opnun norðlensks útvarps.

-Smíði á nýrri göngu- og hjólabrú við Drottningarbraut á Akureyri er í bígerð en nýlega voru tilboð opnuð í fyrsta verkhluta á framkvæmdinni og er áætlað að brúin verði klár næsta sumar. Víst er að hin nýja brú mun setja svip sinn á Akureyri enda um stóra og áberandi framkvæmd að ræða. Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitekt hjá Teiknistofu Norðurlands, hannaði brúna en hann segir verkefnið eiga sér nokkuð langan aðdraganda.

-Hanna Dóra Markúsdóttir kennari í Brekkuskóla er í nærmynd og Guðbjörg Ingimundardóttir sér um matarkrók vikunnar.  

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Athugasemdir

Nýjast