Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
-Setja á upp skilti á Akureyri sem bannar fólki á húsbílum að leggja á óleyfilegum stöðum og vísa þeim á tjaldsvæði. Skortur hefur verið á sérmerktum bílastæðum fyrir húsbíla á Akureyri og undanfarin ár hefur vandamálið aukist í bænum.
-Baldvin H. Sigurðsson matreiðslumeistari og fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri hefur séð um
veitingarnar í flugteríunni á Akureyrarflugvelli í 14 ár. Hann hefur starfað sem matreiðslumað
ur í tæpa hálfa öld. Baldvin segir ávallt líf og fjör í vinnunni á flugvellinum, sumir rífi kjaft og
þá rífi hann kjaft á móti. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Vg eitt kjörtímabil og hefur sterkar
skoðanir á bæjarmálunum. Vikudagur settist niður með Baldvini í flugteríunni yfir kaffibolla
og spjallaði við hann flugvallarlífið, bæjarmálin og afahlutverkið.
-Tillögur vinnuhóps um lokanir í miðbæ Akureyrar yfir sumartímann voru samþykktar á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku og taka gildi um mánaðarmótin.
-Ekki stendur til að skipta um dekkjakurl á sparkvöllum á Akureyri á þessu ári. Eins og fram hefur komið hafa mörg sveitarfélög gripið til þess ráðs að skipta um dekkjakurl úr sparkvöllum þar sem grunur leikur á að það sé krabbameinsvaldandi. Formaður íþróttaráðs segir að ráðist verði á vandann þar sem hann er stærstur.
-Þegar tveggja vikna hlé er gert á Inkasso-deild karla í knattspyrnu vegna EM í Frakklandi sitja Akureyrarliðin KA og Þór í tveimur efstum sætum deildarinnar að sex umferðum loknum. Bæði lið hafa 13 stig en KA hefur betri markatölu og trónir því á toppi deildarinnar. Vikudagur heyrði hljóðið í fyrirlið- um beggja liða um byrjunina á sumrinu.
-Bergur Benediktsson er framleiðslustjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Lauf Forks sem undanfarin ár hefur verið að þróa hjólagaffal sem er kominn í sölu um allan heim. Bergur fer yfirleitt í 3-5 ferðir á ári erlendis og kynnir vöruna en auk þess hjólar hann um landið með erlendum blaðamönnum þegar hann er ekki á skrifstofunni að vinna að áframhaldandi þróun og útrás gafflanna.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is