Vikudagur kemur út í dag

Birna Pétursdóttir, leik- og kvikmyndagerðarkona er í opnuviðtali í nýjasta tölublaði Vikudags.
Birna Pétursdóttir, leik- og kvikmyndagerðarkona er í opnuviðtali í nýjasta tölublaði Vikudags.

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Leik- og sjónvarpskonuna Birnu Pétursdóttur. Birna hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Fyrir um ári síðan lét hún af störfum sem dagskrárgerðarkona á sjónvarpsstöðinni N4 og stofnaði framleiðslufyrirtækið Flugan hugmyndahús ásamt unnusta sínum Árna Theódórssyni. Þá er hún einn af stofnendum atvinnuleikhópsins Umskiptinga sem frumsýna nýtt leikrit síðar í þessum mánuði. „Mér er sagt að ég hafi verið byrjuð að setja upp leiksýningar áður en ég man eftir mér sjálf,“ segir Birna.

- Kjartan Ólafsson, félagsfræðingur og hornleikari mun spila á með SinfóníaNord á sérstökum heiðurstónleikum með The Bootlegs Beatles í Hörpu og Hofi í tilefni af 50 ára afmæli Bítlaplötunnar Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hornið sem hann leikur á var einnig notað við upptökur á plötunni fyrir 50 árum síðan. Vikudagur ræddi við Kjartan.

- Fiskidagurinn mikli á Dalvík fór fram um síðastliðna helgi. Hátíðin er gerð upp í blaðinu.

- Það stefnir í góða kartöfluuppskeru í haust. Í blaðinu er rætt við kartöflubónda í Eyjafirði.

- Siglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri átti 20 fulltrúa á Íslandsmótinu í kænusiglingum og hirtu alla Íslandsmeistaratitlana.

- Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Vikudagur kemur út


Athugasemdir

Nýjast