Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.

-Jón Guðmund Knutsen, sjúkraflutningamaður frá Akureyri, mun fylgja íslenska karlalandsliðinu eftir á Evrópumótinu í knattspyrnu sem hefst á morgun, föstudaginn 10. júní. Jón fer til Frakklands á vegum Rauða kross Íslands en hann er einn af tveimur sem valdir voru í verkefnið.

-Logi Már Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri var kjörinn varaformaður flokksins  á Landsfundi um sl. helgi. Vikudagur ræddi við Loga um embættið, stöðu Samfylkingarinnar og mögulega þingsetu.

-Katrín Mist Haraldsdóttir rekur Dansstúdíó Alice á Akureyri. Hún opnaði dansskólann fyrir tæpum tveimur árum og fetaði í fótspor móður sinnar sem rak frægt dansstúdíó á Akureyri á níunda áratugnum. Katrín var nýlega tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir dans- og sviðshreyfingar í Pílu Pínu. Vikudagur heimsótti Katrínu Mist í Dansstúdíóið.

-Hjón í Eyjafjarðarsveit hafa fengið nóg af yfirgangi hestamanna sem stytta sér leið yfir einkalóð þeirra. Síðastliðinn föstudag fór stór hópur hestamanna yfir lóðina og náðist atvikið á myndband.

-Akureyringurinn Sævar Guðmundsson er leikstjóri myndarinnar Jökullinn logar sem frumsýnd var um
síðustu helgi. Myndin er sagan um gullkynslóð íslenskrar knattspyrnu hjá körlum sem skráði sig í sögubækurnar með því að vera fámennasta þjóð sögunnar til að komast á lokakeppni stórmót.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast