Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
-Um þessar mundir eru tíu ár frá því að hörmulegt slys varð um borð á Akureyrinni EA þar sem tveir létust í eldsvoða. Páll Baldvin Guðmundsson var einn skipverjanna og segir daginn aldrei líða sér úr minni. Hann var lengi að ná sér eftir atburðinn en með hjálp fagfólks, vina og vandamanna tókst Páli að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl.
-Heiða Karlsdóttir lét af störfum hjá Akureyrarbæ fyrir viku eftir 33 ár í starfi sem ritari bæjarstjóra. Heiða var einnig ritari bæjarráðs í 18 ár.
-Sportið er á sínum stað þar sem knattspyrna, körfubolti, kraftlyftingar og handbolti koma við sögu.
-Skerða á opnunartíma í Glerárlaug á Akureyri í sumar eða frá 6. júní til loka ágúst og er það hluti af að gerðaráætlun Akureyrarbæjar um bættan rekstur. Fastagestir í lauginni er ósáttir við skerðinguna.
-Í Listagilinu á Akureyri leynist minnsta og eina hönnunarsjoppa landsins og jafnvel í heiminum. Þar er hægt að kaupa fjölbreyttar, skemmtilegar og vandaðar hönnunarvörur út um lúgu. Verslunina rekur Almar Alfreðsson vöruhönnuður ásamt eiginkonu sinni Heiðu Björk Vilhjálmsdóttur.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is