Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
-Útvarpsmaðurinn góðkunni Sigurður Þorri Gunnarsson eða Siggi Gunnars eins og hann er jafnan kallaður tók sig í sátt eftir að hafa verið í feluleik með eigin tilfinningar í 10 ár. Hann kom út úr skápnum þegar hann var 25 ára og segist hafa öðlast nýtt líf. Sigurður hélt fyrirlestur í öllum grunnskólum Akureyrar í síðustu viku þar sem hann hvatti nemendur til að vera þeir sjálfir.
-Tilraunaverkefni á meðal starfsfólks á Leikskólanum Pálmholti á Akureyri á nýliðnum vetri skilar fækkun fjarvista. Svokallað umbunarkerfi hefur verið við lýði til að kanna hvort hægt sé að minnka fjarveru starfsmanna.
-Ágúst Guðmundsson körfuboltaþjálfari á Akureyri klæðist iðulega NIKE-peysu þegar hann stýrir liði sínu í leikjum en peysan er orðin happatreyja þjálfarans. Ágúst segir hana hafa gefið vel í gegnum árin.
-Sportið er á sínum, Saga Geirdal Jónsdóttir er í nærmynd og margt fleira.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is