Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
-Anna Sæunn Ólafsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðakona sem ákvað að flytja aftur norður í heimahagana eftir að hafa búið og starfað á höfuðborgarvæðinu síðustu 5 árin. Hún leikstýrir þessa dagana heimildaþáttum um sýrlenska flóttamenn sem komu til Akureyrar í janúar. Anna hyggst byggja upp enn sterkara kvikmyndaumhverfi á Norðurlandi.
-Ferðamannasumarið á Akureyri og nágrenni lítur vel út og er gert ráð fyrir stærsta sumri frá upphafi eða um 30% aukningu.
-Starfsemi Aflsins, samtaka gegn kynferðis-og heimilisofbeldi á Akureyri, mun flytja í nýtt og stærra húsnæði í byrjun júní og segir formaður Aflsins að flutningurinn muni efla starf samtakanna.
-Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri sýnir hina hliðina og svarar spurningum um lífið og tilveruna.
-Sportið er á sínum stað þar sem fótboltinn er fyrirferðamikill.
-Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) fór fram á dögunum en þar kom m.a. fram að rekstrarafkoma ársins var í jafnvægi. Fjallað er ítarlega um starfsemi SAk í blaðinu.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is