Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag en í blaði vikunnar kennir ýmissa grasa.
-Steini Pje er mörgum bæjarbúum Akureyrar að góðu kunnur sem lögreglumaður í áratugi. Hann er einn af upphafsmönnum Hollvina Húna og hefur einbeitt sér að því verkefni ásamt öðru eftir að hann lagði lögreglubúninginn á hilluna fyrir sex árum. Ítarlegt viðtal er við Steina Pje í blaðinu.
-Íbúar á Oddeyri og hagsmunaaðilar eru ósáttir við nýjar skipulagshugmyndir Akureyrarbæjar á Hvannavallareitnum. Í skipulagsdrögum er gert ráð fyrir skrifstofu- og atvinnuhúsnæði í framhaldi af Glerárgötu 36 en langstærsti hluti svæðisins verður nýttur undir verslunarskemmu og bílastæði.
-Þorsteinn Þorsteinsson er sennilega betur þekktur sem Steini Rjúpa en hann dregur viðurnefnið af einskærum fuglaáhuga. Frá árinu 1963 hefur Þorsteinn verið viðriðinn fuglalífið.
-Úrslitakvöldið í Eurovison fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð á laugardagskvöldið kemur og Vikudagur tók tvo eldheita aðdáendur keppninnar tali, þau Jóhann Davíð Ísaksson lækni og hjúkrunarfræðinginn Þórunni Kristínu Sigurðardóttur.
-Sportið er á sínum stað þar sem m.a. er rætt við Hauk Heiðar Hauksson knattspyrnumann sem verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á EM í sumar.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is