Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Borið hefur á kvörtunum frá íbúum í Eyjafjarðarsveit vegna ólyktar frá jarðgerðstöð Moltu. Málið var tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi Eyjafjarðarsveitar þar sem segir að það sé óviðunandi og ekki hafi náðst full stjórn á úrvinnsluferlinu.
-Séra Guðrún Eggertsdóttir er sjúkrahúsprestur á Akureyri, þar skipuleggur hún helgihald og sálgæslu á stofnuninni og sinnir kærleiksþjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Guðrún þekkir það af eigin raun að ganga í gegnum erfiðleika því hún missti son fyrir rúmlega tuttugu árum. Hún fann köllun til þess að gerast prestur og láta gott af
sér leiða og byrjaði nýja kafla á Akureyri.
-Bæjarráð Akureyrar hefur að tillögu íþróttaráðs ákveðið að skoðaður verði möguleiki á breyttum rekstri Hlíðarfjalls til lengri tíma og felur bæjarstjóra og forstöðumanni íþróttamála að ganga til samstarfs við AFE um frekari útfærslu á grundvelli tillagna þeirra.
-Undanfarin misseri hefur Eyjafjarðarsveit unnið að undirbúningi lagningar göngu og hjólastígs milli Hrafnagils og Akureyrar sem myndi tengjast inn á nýjan göngu og hjólastíg við Drottningarbraut á Akureyri.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is