Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Davíð Rúnar Gunnarsson, betur þekktur sem Dabbi Rún hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að viðburðarlífinu á Akureyri og hefur staðið fyrir ófáum skemmtunum og hátíðum í gegnum tíðina. 25 ár eru liðin frá því að Davíð slasaðist illa í flugslysi og hann glímir enn við afleiðingar slyssins.Vikudagur spjallaði við Davíð um vinnuna, daginn örlagaríka í Mývatnssveit og yfirvofandi brotthvarf Sjallans.
-Þrengja á Glerárgötu og Þingvallarstræti á Akureyri sem tilraunaverkefni til eins árs.
-Í áfangaskýrslu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) til bæjaryfirvalda á Akureyri segir að þörf sé á umtalsverðum endurbótum á húsakosti og aðstöðu í Hlíðarfjalli.
-Pólitíkinni er gerð góð skil þar sem rætt er við Preben Jón Pétursson sem leiðir lista Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi fyrir þingkosningar í haust og rýnt í bréf Höskuldar Þórhallssonar þingmanns Framsóknarflokksins til flokksamanna en Höskuldur vill leiða listann í NA-kjördæmi.
-Sportið er á sínum stað þar sem m.a. er rýnt í stöðuna í Inkasso-deild karla í knattspyrnu og þau Berglind Mari Valdemarsdóttir og Sverrir Ásgeirsson sjá um matarkrók vikunnar.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is