Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.

Meðal efnis í blaðinu:

-Þorkell Ásgeir Jóhannsson er flugstjóri hjá Mýflugi sem sér um sjúkraflutninga í lofti en þar hefur hann starfað í 10 ár. Hann segir lokun „neyðarbrautinnar“ stofna lífi sjúklinga og flugáhafna í hættu og vill að sveitarstjórnir um allt land með Akureyrarbæ í farararbroddi beitir sér harðar í málinu. Þorkell missti góða vini og samstarfsfélaga þegar flugvél Mýflugs hrapaði á Akureyri árið 2013 með þeim afleiðingum að tveir menn létust. Vikudagur spjallaði við Þorkel um þá grafalvarlegu stöðu sem er komin upp í sjúkraflugi og hvernig flugslysið á Akureyri hafði áhrif á hans líf.

-Tæplega 18% aukning er í sjúkraflugi á milli ára og hefur fjöldi sjúkrafluga aldrei verið meiri en nú.

-Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, ritar grein í blaðinu þar sem hún segir skáldahúsin þrjú á Akureyri vera út í kuldanum þegar kemur að fjárveitingu frá ríkinu. Um er að ræða Nonnahús, Davíðshús og Sigurhæðir.

-Ragnheiður Arna Magnúsdóttir og Arnar Birgisson frá Akureyri lentu í óskemmtilegri lífsreynslu að kvöldi mánudagsins síðasta þegar eldur kviknaði í hreyfli í flugvél sem þau voru um borð í á leið frá Barcelona til Keflavíkur.

-Gestur Einar Jónasson, einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar til margra ára, snýr aftur með þáttinn
sinn, Með grátt í vöngum, á Akureyrarvöku um helgina.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast