Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Barnaverndartilkynningum á Akureyri hefur farið fjölgandi hin síðari ár en aldrei verið einsmargar og nú. Vandinn er áþreifanlegur, segir forstöðumaður barnaverndar og meðalaldur barna lækkar.

-Snorri Guðvarðsson er mörgum kunnur en hann er þúsundþjalasmiður, málarameistari og tónlistarmaður. Hann hefur sérhæft sig í gömlum málningaraðferðum og vinnur mest í gömlum húsum og kirkjum út um allt land  ásamt konu sinni, sem einnig er málari. Á milli þess sem hann málar, spilar Snorri á gítarinn og syngur með nokkrum hljómsveitum við ýmis tækifæri og m.a. reglulega fyrir fólkið á öldrunarheimilum bæjarins. Vikudagur heimsótti Snorra og spjallaði við hann um tónlistina, málaravinnuna og einskæran áhuga hans á viskí.

-Fjölgun er í komum erlendra ferðamanna sem leita á bráðamótttöku Sjúkrahússins á Akureyri.  

- Listamaðurinn Karl Guðmundsson tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn kemur og ætlar að fara 10 km. Karl styrkir samtökin Blátt áfram sem er forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Karl tekur þátt í hlaupinu en hann er bundinn við hjólastól. Kári Þorleifsson er aðstoðarmaður Karls og verður honum til halds og trausts á laugardaginn.

-Sportið er á sínum stað þar sem m.a. er fjallað um gengi knattspyrnuliðanna á Akureyri.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast