Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag eftir stutt sumarfrí og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, mannlífi og fróðleik.
Meðal efnis í blaðinu:
-Bílaumferð í kringum ísbúðina Brynju á Akureyri hefur aukist talsvert undanfarin ár. Íbúar á svæðinu hafa nú fengið nóg og vilja að eitthvað sé gert í málunum. Bæjaryfirvöldum var nýlega afhentur undirskriftarlisti þar sem breytinga er krafist.
-Ragnheiður Runólfsdóttir fyrrum sunddrottning hefur búið á Akureyri í fimm ár og kom sem vítamínssprauta inn í sundlífið í bænum. Ragnheiður er einstæð móðir og hefur fagnað glæstum sigri í lífinu en einnig tekist á við erfiðleika. Vikudagur settist niður með Röggu eins og hún er oft kölluð og spjallaði við hana um lífið og tilveruna.
-Skiptar skoðanir virðast vera á meðal bæjarbúa á Akureyri um hraðahindranarnir í Listagilinu sem settar voru upp fyrir Bíladaga og standa enn. Leigubílstjórar eru á meðal þeirra sem eru ósáttir við umræddar hraðahindranir og vilja þær burt.
-Akureyrska fjölmiðlakonan Sigyn Blöndal er nýr umsjónarmaður Stundinnar okkar. Sigyn hefur starfað á Rúv í tæpt ár og segir verkefnið spennandi.
-Baráttan harðnar í toppbaráttunni í Inkasso-deild karla í knattspyrnu. Spáð er í spilin á íþróttasíðum blaðsins ásamt fleiri ferskum íþróttafréttum.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is