Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Einar Geirsson sem er umsvifamikill í veitingarekstri á Akureyri. Hann stefnir á að opna sinn fjórða stað í febrúar en fyrir rekur hann Rub 23, Bautann og Sushi Corner ásamt eiginkonu sinni Heiðdísi Fjólu Pétursdóttir. Í frístundum finnst Einari fátt skemmtilegra en mótorsport og segist hafa mun meiri orku eftir að hann hætti að drekka fyrir fimm árum. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Einari en hann og kona hans misstu son sinn sem lést af slysförum árið 2017. Vikudagur heimsótti Einar og spjallaði við hann um lífið og tilveruna.

-Doktorsnám er hafið við Háskólann á Akureyri og voru tvær konur fyrstar til að skrá sig í doktorsnám við skólann. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir í samtali við Vikudag að doktorsnámið sé stór áfangi.  

-Leikskólastjórar á Akureyri hafa sent bréf til bæjaryfirvalda þar sem líst er yfir áhyggjum af plássleysi í leikskólum bæjarins. Bréfið er stílað á fræðslustjóra Akureyrarbæjar og skorað á bæinn að fara í tafarlausar úrbætur. Undir bréfið skrifa leikskólastjórar átta leikskóla á Akureyri.

-EBAK og Búfesti hsf. hafa lagt inn erindi hjá bæjaryfirvöldum á Akureyri með ósk um að tekið verði frá byggingarsvæði fyrir umtalsverðan fjöld íbúða sem væru í forgangi fyrir 60 ára og eldri.

-Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar var kjörinn íþróttakarl ársins 2018 á Akureyri. Viktor setti fjölmörg Íslandsmet á árinu sem leið. Vikudagur fékk Viktor í nærmynd.

-Elín Sigurðardóttir á Húsavík sér um matarhornið þessa vikuna og kemur með nokkrar úrvals uppskriftir.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Athugasemdir

Nýjast