Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
- Kristín Dögg Jónsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn átján ára gömul og þremur og hálfu ári síðar var hún orðin einstæð með tvö ung börn, hún segir að það hafi aldrei verið sérstaklega erfitt. Kristín Dögg er 35 ára í dag og býr með manni sínum Þorsteini Marínósyni á Hauganesi í Dalvíkurbyggð og fjórum börnum. Hún er menntaður garðyrkjufræðingur og er í kennaranámi við Háskólann á Akureyri. Kristín Dögg er skipulögð og ákveðin kona en jafnframt hlý og góð manneskja sem þykir gott að geta gefið af sér. Hún settist niður með blaðamanni Vikudags yfir rjúkandi kaffibolla á notalegu kaffihúsi og sagði frá áhugamálunum, pólitíkinni og hvernig það er að vera stuðningsforeldri þriggja barna.
- Baldvin Z er að gera heimildamynd um Reyni sterka, hann segist hafa verið með hann á heilanum frá því hann var drengur, Vikudagur ræddi við hann um myndina og einnig við bróðurdóttur Reynis til að fá betri innsýn inn í líf þessarar íslensku ofurhetju.
- Nýr framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar hefur verið ráðinn
- HA er að ljúka vinnu við metnaðarfulla þátttökuyfirlýsingu að námi í lögreglufræðum sem skilað verður inn til Ríkiskaupa á næstu dögum. Sérstök nefnd innan skólans hefur undanfarnar vikur unnið að mótun ramma utan um þetta nýja nám.
- Sportið er á sínum stað og margt og margt fleira í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is