Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
-Vilberg Helgason er 43. ára tveggja barna faðir, hann starfar sjálfstætt m.a. við kennslu á tölvur og markaðsfræði á netinu, mest hjá Símey og Fjölmennt. Helstu ástríður hans eru samt hjólreiðar og skipulags- og samgöngumál enda er hann formaður Hjólreiðafélags Akureyrar og varamaður í skipulagsnefnd Akureyrarbæjar. Vilberg kom við á skrifstofu Vikudags og ræddi lífið og tilveruna, hjólreiðabæinn Akureyri og hvað mætti betur fara í skipulags- og samgöngumálum.
- Kjötvinnslur á Akureyri vilja umdeilda brennsluofna
-Hjartavernd gefur Heilsugæslustöð Akureyrar hjartastuðtæki
- Drengjaflokkur Þórs í körfubolta fór til Spánar og sigraði á sterku móti. Utanvallar lentu þeir í því að bjarga konu frá ofbeldisfullum manni sínum.
-Rannsókn á flugslysinu við Hlíðarfjallsveg hefur tafist vegna rannsóknar á öðru flugslysi.
-Sportið er á sínum stað og margt og margt fleira í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is
-Vikudagur, 14. júlí