Vikudagur í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. opnuviðtal við Öbbu og Óla á Bjargi, en þau hjónin hafa selt heilsuræktina Bjarg á Akureyri eftir 23 í starfi og hyggjast flytja suður á næstu mánuðum.

Þá er ítarlegt viðtal við Jón Lúðvíks sem starfar sem miðill í aukastarfi og er einn af fáum Íslendingum sem er menntaður áhættuleikari.

Íbúar við Melateig á Akureyri eru ósáttir við sandburð við götuna af hálfu Akureyrarbæjar, þar sem heilu köflunum er sleppt.

Framtíð menntaðra kjötiðnaðarmanna hefur verið í deiglunni eftir uppsagnir kennara við MK en hins vegar er uppangur í náminu norðan heiða.

Guðmundur Hólmar Helgason handknattleiksmaður verður í eldlínunni með íslenska handboltalandsliðinu á EM á Póllandi en blásið verður til leiks á morgun. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar og segir hann m.a. í viðtali við blaðið að þetta sé risastórt tækifæri.

Sigrún Magna organisti fékk úthlutað listamannalaun á dögunum en hún mun taka sér leyfi frá störfum og einbeita sér að tónlistinni.  

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast