Vikudagur kemur út í dag en í blaði vikunnar er m.a. ítarlegt viðtal við söngkonuna dáðu Helenu Eyjólfsdóttur sem ræðir ferilinn, Sjallaárin, fjölskylduna og segir frá spennandi verkefnum framundan.
Karl Ólafsson starfar hjá Nordic Luxury sem sérhæfir sig í ferðum fyrir efnameiri fólk og stendur m.a. fyrir komu snekkjunnar sem lúrt hefur á Pollinum á Akureyri undanfarna daga.
Aðilar í ferðaþjónustu og landbúnaði á Eyjafjarðarsvæðinu hafa í stórum mæli auglýst eftir sjálfboðaliðum til vinnu. Formaður Einingar-Iðju stéttarfélags segir að sporna þurfi við vandanum.
Sportið er á sínum stað þar sem Sveinn Elías Jónsson og Almarr Ormarsson rýna í sumarið í 1. Deildinni en keppni hefst um helgina.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is