Vikudagur í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. fjallað um skoðanakönnun sem Háskólinn á Akureyri lét gera fyrir Akureyrarbæ um afstöðu bæjarbúa til lokana í Gilinu og göngugötunni.

Rætt er við Helen Hannesdóttur og Guðmund Örn Magnússon sem fóru í ferðlag til Burma ásamt Kristni Pálssyni og heyrum við ævintýralega ferðasögu þeirra.

Akureyrarbær hyggst loka leikskóla í Hlíðarhverfinu sumarið 2017 sem leggst illa í marga foreldra.

Agnes Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bruggverksmiðjunnar Kalda er í ítarlegu viðtali en fyrirtækið fagnar 10 ára afmæli á árinu.

Strákar í MA sigruðu í Forritunarkeppni framhaldsskólann sem haldin var skömmu fyrir páska og Vikudagur ræddi við þá félaga.

Þetta og mun meira til í Vikudegi sem kemur út í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast