Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Ingu Hrönn Kristjánsdóttur sem hefur búið í Bandaríkjunum í fjögur ár og m.a. reynt fyrir sér sem uppistandari þar í landi. Hún ræðir lífið utan þægindarammans og þá lífsreynslu að starfa í bankageiranum þegar hrunið skall á.
Bæjarfulltrúar á Akureyri tjá sig um tillögur vinnuhóps um bætt íbúalýðræði og opna stjórnsýslu á Akureyri og eru skiptar skoðanir um tillögurnar.
Sigurður Sveinn Sigurðsson fagnaði sínum 20. Íslandsmeistaratitli í íshokkí þegar Skautafélag Akureyrar stóð uppi sem meistari á dögunum. Óhætt er að segja að Sigurður sé sigursælasti og leikreyndasti íshokkíleikmaður landsins en ferilinn spannar 25 ár. Vikudagur fékk sér kaffibolla með Sigurði.
Mikill skortur er á stuðningsfjölskyldum á Akureyri fyrir börn sem glíma við skilgreindar fatlanir á borð við einhverfu og þroskahömlun og hefur ástandið farið ört versnandi.
Aldraðir geta nú „hjólað“ um götur Akureyrar með aðstoð nýjustu tækni.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is