Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.

Meðal efnis:

*Akureyringurinn Sverrir Ragnarsson er menntaður í alþjóðaviskiptum frá University of Denver og hefur verið búsettur í borginni undanfarin ár. Hann rekur námskeiðs- og ráðgjafafyrirtækið Unforgettable Performance í Denver ásamt því að vinna töluvert heima á Íslandi og starfar m.a. fyrir sum af stærstu fyrirtækjum í heimi á borð við Microsoft. Vikublaðið setti sig í samband við Sverri og ræddi við hann um lífið og tilveruna.

*Örlygur Hnefill Örlygsson mætti fyrir byggðarráð Norðurþings á dögunum og fór yfir þau áhrif sem Óskarstilnefning lagsins Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafði. Örlygur fór yfir helstu umfjallanir, þýðingu þeirra og möguleika til kynningar á Húsavík í framhaldinu. Komið var inn á það að umfjallanir í fjölmiðlum hafi verið nærri 400 talsins í ekki færri en 28 löndum.

*Allar framkvæmdir við Lundarskóla á Akureyri eru á áætlun og mun kennsla hefjast í A-álmunni í haust. Skólinn þarf hins vegar áfram að nota Rósenborg til kennslu á unglingastigi næsta vetur en megnið af verkgreinunum fara aftur í Lundarskóla. Elías Þorsteinsson, skólastjóri Lundarskóla, segir í samtali við Vikublaðið að allir nemendur og starfsfólk ættu að hefja skólaárið 2022-2023 í Lundarskóla við Dalsbraut.

*Anna Hafþórsdóttir frá Akureyri fékk nýverið verðlaun í handritasamkeppni Forlagsins sem nefnist Nýjar raddir fyrir bókina sína Að telja upp í milljón sem er nýlega komin út. Handritasamkeppnin snýst um að finna nýjar raddir í íslensku bókmenntalífi en keppnin var nú haldin í fjórða sinn.

*Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) birti á heimasíðu sinni svör við ýmsum spurningum hvað varðar bólusetningar. Við birtum hluta af upplýsingunum hér að neðan sem ættu að gagnast fólki en öll svör má finna finna á www.hsn.is.

*Byggðarráð Norðurþings samþykkti á dögunum kauptilboð frá Garðræktarfélagi Reykhverfunga í fasteignina að Heiðarbæ í Reykjahverfi en húsið var á sínum tíma byggt sem félagsheimili fyrir fjármagn frá ríki og sveitarfélögum á svæðinu.

*Inga Dagný Eydal skrifar bakþanka vikunnar.

*Egill Páll Egilsson blaðamaður heldur áfram að skrifa um plönturækt.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Athugasemdir

Nýjast