Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er farið um víðan völl í blaðinu vikunnar.

Meðal efnis í blaðinu:

*Bæjaryfirvöld funduðu síðastliðinn miðvikudag með SÍ um yfirfærslu á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA. Formaður bæjarráðs Akureyrar segist bjartsýnni eftir fundinn um framtíð reksturs ÖA.

*Guðrún Einarsdóttir, ólst upp á Húsavík og er menntaður íþróttafræðingur, búin með grunnnám í sjúkraflutningum og er núna að læra hjúkrunarfærði við Háskólann á Akureyri. Síðastliðið haust tók hún við sem formaður Leikfélags Húsavíkur en var áður í stjórn leikfélagsins. Í fyrra setti Leikfélag Húsavíkur upp Litlu Hryllingsbúðina sem fékk frábærar viðtökur en sýningarnar urðu ekki margar vegna Covid-19  ogþví hefur verið ákveðið að halda áfram með sömu sýningu á þessu leikári. Guðrún er Norðlendingur vikunnar.

*Á Húsavík hafa hvalaskoðunarfyrirtæki sett bæinn á kortið á undanförnum árum og áratugum sem áfangastað fyrir ferðamenn. Húsavík hefur því, að miklu leiti fyrir tilstilli þessara fyrirtækja byggst upp sem ferðamannabær og er ferðaþjónusta ein af burðaratvinnugreinum á svæðinu. Hvalaskoðunarfyrirtækin Norðursigling og Gentle Giants hvalaferðir (GG) hafa bæði siglt sína fyrstu túra á árinu og ætlar Norðursigling að hefja daglegar ferðir strax 1. mars.

*Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, tók áskorun Helga Héðinssonar og sér um matarhornið þessa vikuna. „Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stóra fjölskyldu en samtals eigum við hjónin sex börn og eitt barnabarn. Á borði fjölskyldunnar er reglulega kjöt og má segja að lambalærið klikki aldrei.  Því bregður því oft við um helgar að lambalæri sé skellt á grillið og stórfjölskyldunni boðið í mat. Okkur finnst afar gaman að elda góðan mat og eins að bjóða fólki í mat. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af einföldum en afar góðum réttum,“ segir Ingibjörg.

*Ragnheiður Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar, tók áskorun frá Sigríði Huld Jónsdóttur og heldur um Áskorandapennan. Ragnheiður skrifar um Covid-ferðaárið.

*Huld Hafliðadóttir skrifar bakþanka þessa vikuna og kemur að vanda með áhugverðan pistil.

*Vegna fjölda áskorana endurbirtum við viðtalið við Úlfhildi Rögnvaldsdóttur frá því í Vikublaðinu sem kom út 11. febrúar. Einungis netútgáfa kom út af því blaði vegna lokunar Ásprents og söknuðu margir áskrifendur þess að sjá ekki viðtalið við Úlfhildi.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi. 

 

 

 


Nýjast