Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af áhugaverðu efni. 

Meðal efnis í blaðinu:

*Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson úr KFA er íþróttakarl Akureyrar árið 2020 og skautakonan Aldís Kara Bergsdóttir úr SA er íþróttakona Akureyrar 2020. Aldís Kara er íþróttakona Akureyrar annað árið í röð en Viktor er nú valinn í fimmta sinn.

*Eygló Dögg Zoéga Gunnarsdóttir var í ævintýrahug og ákvað ásamt eiginmanni sínum, Þorgrími Jóelssyni (Togga) að flytja til Danmerkur. Þá skall fyrsta bylgja Covid-19 pestarinnar á með þeirri óvissu sem henni hefur fylgt. Þrátt fyrir smá tafir og fordæmalausa tíma lét fjölskyldan slag standa og fluttist til Danmerkur síðast liðið sumar. Eygló segir frá lífinu í Danmörku á þessum undarlegu tímum.

*Akureyringurinn Benedikt Brynleifsson er einn helsti trommuleikari landsins og hefur starfað sjálfstætt sem slíkur í meira en áratug. Hann hóf ferilinn með 200.000 Naglbítum á sínum tíma og hefur spilað í ótal hljómsveitum og með ýmsum tónlistarmönnum undanfarin ár. Benedikt er Norðlendingur vikunnar og situr fyrir svörum.

*Ágreiningur er um sölufyrirkomulag á Verbúðunum í Noðurþingi. Byggðarráð Norðurþings hafnaði nýverið  fyrirliggjandi tilboði í Hafnarstétt 17 eða verbúðirnar en tilboðið er upp á 80 milljónir króna og felur í sér að greitt sé fyrir kaupin með eigninni að Hafnarstétt 1.

* Matgæðingur vikunnar kemur að þessu sinni frá Húsavík og heitir Eiður Pétursson. Hann er vélfræðingur og starfar hjá Landsvirkjun við verkefnastjórnun viðhalds í Kröflu og Þeistareykjavirkjunum þar sem hann hefur verið síðastliðin 4 ár. Þar áður starfaði hann um langt árabil á togurum Samherja. Veiðimennska er hins vegar það sem okkar maður er hvað þekktastur fyrir og er þar nánast ekkert sem er honum óviðkomandi.

*Á fundi fræðsluráðs í vikunni var tekið fyrir matseðlar í leik- og grunnskólum bæjarins en töluverð umræða hefur verið um matseðla í skólum bæjarins undanfarna daga og hvort þeir standist kröfur um góða næringu. Rætt er við Ingibjörgu Isaksen formann fræðsluráðs Akureyrarbæjar í blaðinu.

*Keppni á Íslandsmótum karla og kvenna í ýmsum íþróttagreinum hófst á ný um liðna helgi eftir langa pásu vegna samkomutakmarkanna, má þar nafna deildarkeppnum í handbolta, körfubolta og blaki þar sem Akureyrarliðin voru í eldlínunni. Einnig er undirbúningstímabilið í knattspyrnunni hafið. Stiklað er á stóru úr heimi íþróttanna.

*Framhaldsskólinn á Laugum án almenningssamgangna. Illa ígrunduð ákvörðun, segir sveitarstjóri en SBA-Norðurleið hefur tekið við akstri Strætó, leið 79 Húsavík-Akureyri eftir útboð Vegagerðarinnar s.l. haust á óbreyttum leiðum.

*Björn Þorláksson heldur um áskorendapennan og Huld Hafliðadóttir skrifar bakþanka vikunnar.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Nýjast