Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 29. október og er farið um víðan völl í blaði vikunnar.

Meðal efnis:

*Axel Albert Jensen vinnur að því í samstarfi við Hopp í Reykjavík og Akureyrarbæ að koma upp rafskútuleigu á Akureyri næsta vor. Um er að ræða stöðvalausa hjólaleigu og munu gilda sömu reglur og í Reykjavík þar sem nokkur reynsla er komin á slíka starfsemi undir merkjum Hopp.

*Skipið Garðar á Húsavík lagði stað í lengri leiðangur en vanalega nýverið til að rannsaka umferð og atferli hvala í samhengi við skipaumferð. Um borð var sex manna áhöfn skipuð starfsfólki Norðursiglingar, Ocean Missions og Háskóla Íslands. Um er að ræða verkefni WWF (World Wildlife Fund) í samvinnu við Háskóla Íslands og markmiðið er að rannsaka umferð og atferli hvala í samhengi við skipaumferð.

*Fjögur tilvik hafa komið upp á stuttum tíma í leik-og grunnskólum Akureyrar þar sem kórónuveirusmit hefur greinst og í þremur tilvikum hefur þurft að loka skólum eða hluta skóla í nokkra daga. Viðbrögð við Covid-smitum í skólum Akureyrarbæjar voru til umræðu á síðasta fundi fræðsluráðs. Rætt er við Karl Frímannsson fræðslustjóra Akureyrarbæjar

*Guðrún Berglind Bessadóttir tók áskorun frá Evu Dögg í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar girnilegar uppskriftir.

*Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir er Norðlendingur vikunnar en hún var í haust fastráðin sóknarprestur í Húsavíkur-prestakalli en hafði þá gegnt embættinu í afleysingum í eitt ár. Hún er fædd 14. desember 1977 og ólst upp í Lönguhlíð í Hörgárdal.

*Inga Eydal skrifar bakþankapistil og um Áskorendapennan heldur Arnfríður Aðalsteinsdóttir.

*Katrín Vilhjálmsdóttir er einn reynslumesti leikmaður handknattleiksliðs KA/Þórs sem leikur í Olís-deild kvenna. Norðanliðið hefur farið ágætlega af stað í deildinni og mun leika í Evrópukeppni í fyrsta sinn í vetur. Vegna heimsfaraldursins er Olís-deildin stopp um óákveðinn tíma. Katrín er íþróttamaður vikunnar.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.

 

 


Nýjast