Viktor með silfur á EM

Viktor Samúelsson frá KFA náði góðum árangri á sínu fyrsta Evrópumóti unglinga í kraftlyftingum sem haldið var í Englandi á dögunum. Viktor vann silfurverðlaun í -105 kg flokki.

Hann setti einnig nokkur Íslandsmet í leiðinni, bæði í drengja-og unglingaflokki, auk þess sem hann setti Íslandsmet í opnum flokki í réttstöðu.

Einnig keppti Júlían J.K. Jóhannsen frá Ármanni á mótinu fyrir Íslands hönd. Hann náði einnig góðum árangri og vann silfurverðlaun í +120 kg flokki.

 

Nýjast