Viktor Íslandsmeistari í kraftlyftingum

Viktor Samúelsson var valinn íþróttamaður ársins á Akureyri fyrir árið 2015 og byrjar nýtt keppnisár…
Viktor Samúelsson var valinn íþróttamaður ársins á Akureyri fyrir árið 2015 og byrjar nýtt keppnisár af krafti. Mynd: Þórir Tryggvason

Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Helga Guðmundsdóttir úr Lyftingafélagi Hafnarfjarðar urðu Íslandsmeistarar í opnum flokki í kraftlyftingum um sl. helgi en mótið var haldið á Akureyri.

Keppt var um Íslandsmeistaratitla karla og kvenna á stigum (óháð þyngdarflokkum) sem og Íslandsmeistaratitla í þyngdarflokkum.

Helga varð stigameistari með 527,0 Wilksstig. Hún keppti í -72 kg flokki og náði 500 kg í samanlögð­ um árangri; 187,5 kg í hnébeygju, 130 kg í bekkpressu og 182,5 kg í réttstöðulyftu. Bekkpressan er nýtt Íslandsmet.

Viktor sigraði með 575,1 Wilksstig. Hann keppti í -120 kg flokki og náði 1.000 kg í samanlögðum árangri; 362,5 kg í hnébeygju, 315 kg í bekkpressu og 322,5 kg í réttstöðulyftu. Hnébeygjan er nýtt Íslandsmet í undir 23 ára aldursflokki. Samanlagður árangur er nýtt Íslandsmet í opnum aldursflokki og Norðurlandamet í flokki undir 23 ára. Lið heimamanna úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar varð stigahæst bæði í karla- og kvennaflokki.

-Vikudagur, 2. júní

Nýjast