Víkingar völtuðu yfir Jötna í SA-slagnum
Víkingar völtuðu yfir Jötna í kvöld er liðin áttust við í innbyrðisviðureign Skautafélags Akureyrar á
Íslandsmóti karla í íshokkí. Lokatölur í Skautahöllinni urðu 16-0. Andri Már Mikaelsson átti góðan
leik fyrir Víkinga og skoraði fimm mörk og átti tvær stoðsendingar. Þá skoruðu þeir Andri Freyr Sverrisson og Sigmundur Sveinsson tvö
mörk hvor og þeir Ingvar Þór Jónsson, Josh Gribben, Rúnar F. Rúnarsson, Sigurður S. Sigurðsson og Steinar Grettisson sitt markið hver.
Einnig áttust við Björninn og Húnar í kvöld í innbyrðisviðureign þar sem Björninn vann 11-5. Víkingar, Jötnar og
Björninn hafa þrjú stig en Húnar eru án stiga.