Víkingar rótburstuðu Jötna í kvöld
SA Víkingar höfðu betur gegn SA Jötnum í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí. Lokatölur urðu 12-1 sigur Víkinga. Eins og tölur gefa til kynna voru yfirburðir Víkinga miklir í leiknum. Eftir fyrstu lotu var staðan 3-0. Víkingar bættu við fjórum mörkum í annarri lotu og höfðu 7-0 yfir fyrir þriðju og síðustu lotu og úrslitin löngu ráðin. Víkinga bættu svo við fjórum mörkum í viðbót en Jötnar náðu einu marki í millitíðinni.
Orri Blöndal, Einar Valentine, Stefán Hrafnsson og Andri Sverrisson skoruðu tvö mörk hver fyrir Víkinga og þeir Sigurður Reynisson, Lars Foder, Sigurður Sigurðsson og Sigmundur Sveinsson eitt mark hver. Mark Jötnana skoraði Pétur Sigurðsson. Einnig áttust Húnar og SR við í Egilshöllinni þar sem SR hafði betur 5-3. Staðan í deildinni er þannig að SR og Björninn eru á toppnum með 15 stig, Björninn eftir sex leiki en SR fimm. SA Víkingar hafa níu stig eftir fimm leiki, SA Jötnar þrjú stig eftir sex leiki og Húnar reka lestina án stiga eftir sex leiki.