Víkinga unnu lokaleikinn

SA Víkingar lögðu Húna að velli, 7-4, í Egilshöllinni í gær í lokaleik deildarkeppninnar í Íslandsmóti karla í íshokkí. Leikurinn skipti engu máli upp á framhaldið þar sem úrslitin í deildinni voru þegar ráðin. SR vann deildina en liðið hlaut 41 stig, Björninn 32 stig í öðru sæti, SA Víkingar 29 stig, SA Jötnar tólf stig og Húnar sex stig. SR og Björninn munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppninni, sem hefst á þriðjudaginn, og verður þetta í fyrsta sinn sem Reykjavíkurliðin heyja þessa baráttu.

Mörk Húna í gær skoruðu þeir Sergei Zak, Úlfar Jón Andrésson, Gunnar Guðmundsson og Óli Þór Gunnarsson. Sigurður Reynisson skoraði þrennu fyrir Víkinga, Lars Foder tvö mörk og þeir Guðmundur Snorri Guðmundsson og Andri Már Mikaelsson eitt mark hvor.

Nýjast