Vífilfell á Akureyri framleiðir bjór til útflutnings

Verksmiðja Vífilfells á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Verksmiðja Vífilfells á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.

„Fyrsta sendingin er farin, það fór út einn gámur nýlega til Bretlands og svo fer annar til Kaliforníu í október,“ segir Unnsteinn Jónsson verksmiðjustjóri hjá Vífilfelli á Akureyri, en þar er nú framleiddur bjór undir vöruheitinu Einstök en það er í eigu þriggja bandarískra aðila.

Unnsteinn segir að hinir erlendu aðilar hafi samið við Vífilfell um framleiðsluna og að það sé ágætis búbót við þá framleiðslu sem fyrir er.  „Þetta kemur sér vel, innanlandsmarkaður fer minnkandi og þá skiptir það okkur verulegu máli að geta framleitt eitthvað til útflutnings til að vega upp á móti því,“ segir hann. Fyrirtækið á þó nokkurt magn af vörunni, bæði átappaðri og í gerjun en að sögn Unnsteins hefur bjórinn líkað vel í kynningum sem fram hafa farið.

„Hann er ekki komin í formlega sölu í Bretlandi, en það eru miklar væntingar um að hann líki vel og seljist ágætlega.  En menn gera sér grein fyrir að það tekur alltaf tíma að kynna nýja vöru,“ segir Unnsteinn.

Nýjast