Viðurkenningar frá Verkefna-og styrktarsjóði Rótarý á Íslandi

Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, tók við styrknum fyrir hönd Fjölsmiðjunnar fyri…
Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, tók við styrknum fyrir hönd Fjölsmiðjunnar fyrir framúrskarandi framtak á sviði atvinnumála, mennta og samfélagsverkefna, og Soffía Gísladóttir umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, lengst til vinstri á myndinni, afhenti styrkina. Mynd/Rúnar Björnsson.

Aðalfundur Rótarý á Íslandi fór fram í gegnum Zoom-fjarfundabúnað nýlega þar sem Verðlauna- og styrktarsjóður Rótarý valdi tvö verkefni á svæðinu til að styrkja; Fjölsmiðjuna og Snjallkennsla.is. Tilgangur sjóðsins er að veita árlega viðurkenningar fyrir framúrskarandi eða nýstárlegt framtak, sem unnið er í umdæminu á sviði mennta, lista, vísinda, samfélagsverkefna eða atvinnumála og hefð er fyrir því að veita viðurkenningar til aðila á félagssvæði þess Rótarýklúbbs sem heldur hið árlega umdæmisþing.

Sökum faraldursins var ekki hægt að halda hefðbundið umdæmisþing. Hvort verkefni fékk  500.000 kr. í sinn hlut og af þessu tilefni kynntu styrkþegarnir verkefnin sín á Zoom fundi.

Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar Snorrason tóku við styrknum fyrir hönd Snjallkennslu.is fyrir framúrskarandi og nýstárlegt verkefni á sviði mennta og vísinda. Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, afhenti styrkina. Myndir/Rúnar Björnsson.


Athugasemdir

Nýjast