Viðræðuhópur vegna endurskoðunar á uppbyggingarsamningi við KA skipaður
Bæjarráð samþykkti á dögunum að taka upp viðræður um endurskoðun á uppbyggingarsamningi við Knattspyrnufélag Akureyrar frá árinu 2007. KA óskaði eftir því við Akureyrarbæ að framkvæmdum við væntanlegan gervigrasvöll á félagssvæði KA verði flýtt um eitt ár þannig að vinna við jarðvegsframkvæmdir hefjist í haust og völlurinn lagður gervigrasi næsta vor.
Bæjarráð tilnefndi Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista í viðræðuhópinn og óskaði eftir tilnefningu 2ja fulltrúa íþróttaráðs. Með hópnum munu starfa bæjarstjóri og framkvæmdastjóri íþróttadeildar. Á síðasta fundi íþróttaráðs voru þeir Nói Björnsson L-lista og Árni Óðinsson S-lista skipaðir sem fulltrúar ráðsins í viðræðuhópinn.