Viðburði sem stríðir mjög gegn jafnréttisstefnu bæjarins aflýst

Undanfarið hefur birst á samfélagsmiðlinum Facebook auglýsing frá agent.is um Dirty Night sem halda átti í Sjallanum á Akureyri laugardagskvöldið 4. febrúar nk. Akureyrarbær, rekstraraðilar Sjallans og agent.is komust í dag að samkomulagi um að Sjallinn aflýsi þessum viðburði þar sem hann stríðir mjög gegn jafnréttisstefnu bæjarins þar sem m.a. er lögð áhersla á að vinna gegn stöðluðum kynjaímyndum.

Viðburðir sem þessir hafa verið haldnir víða um land og verið mjög umdeildir, enda um að ræða hugmyndafræði sem lýtur að stöðluðum kynjaímyndum. Akureyrarbær fagnar þeirri samfélagslegu ábyrgð sem rekstraraðilar Sjallans sýna í þessu máli, segir í fréttatilkynningu.

 

Nýjast