Viðbótarbygging við leikskólann Álfastein tekin í notkun

Klippt á borða í tilefni af stækkun leikskólans. Mynd frá Hörgársveit.
Klippt á borða í tilefni af stækkun leikskólans. Mynd frá Hörgársveit.

“Það er full ástæða til að  óska íbúum Hörgársveitar til hamingju  með þennan glæsilega áfanga í uppbyggingu I framsæknu sveitarfélagi,” sagði Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í Hörgársveit, en tekur hefur verið í notkun um 100 fermetra viðbygging við leikskólann Álfastein. Húsakynni eru nú orðin um 375 fermetrar að stærð.

 

Hafist var handa við byggingaframkvæmdir 1. Mars síðastliðinn og nú rúmum 5 mánuðum síðar er allt tilbúið. Verktaki við verkið var ÁK-smíði og segir Snorri að þeir hafi staðið sem með miklum sóma.

Íbúum í Hörgársveit hefur fjölgað umtalsvert, eir voru 580 í ársbyrjun árið 2018 en en eru nú 627 talsins. “Börnum í sveitarfélaginu hefur fjölgað og barneignir aukist, leikskólinn er nú þegar fullsetinn með 44 börnum á tveimur deildum, en þar voru á liðnum vetri 35 börn.

Þetta er áður en uppbygging nýrrar götu Reynihlíðar, við Lónsbakka er komin til og því má ætla að stækka þurfi leikskólann fljótlega aftur og var gert ráð fyrir því við hönnun þessarar stækkunar,” segir Snorri.

“Það er full ástæða til að  óska íbúum Hörgársveitar til hamingju  með þennan glæsilega áfanga í uppbyggingu I framsæknu sveitarfélagi,” sagði Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í Hörgársveit, en tekur hefur verið í notkun um 100 fermetra viðbygging við leikskólann Álfastein. Húsakynni eru nú orðin um 375 fermetrar að stærð.

 Fólksfjölgun Hörgársveit

Hafist var handa við byggingaframkvæmdir 1. mars síðastliðinn og nú rúmum 5 mánuðum síðar er allt tilbúið. Verktaki við verkið var ÁK-smíði og segir Snorri að þeir hafi staðið sem með miklum sóma.

Íbúum í Hörgársveit hefur fjölgað umtalsvert, eir voru 580 í ársbyrjun árið 2018 en en eru nú 627 talsins. “Börnum í sveitarfélaginu hefur fjölgað og barneignir aukist, leikskólinn er nú þegar fullsetinn með 44 börnum á tveimur deildum, en þar voru á liðnum vetri 35 börn.

Þetta er áður en uppbygging nýrrar götu Reynihlíðar, við Lónsbakka er komin til og því má ætla að stækka þurfi leikskólann fljótlega aftur og var gert ráð fyrir því við hönnun þessarar stækkunar,” segir Snorri.


Nýjast