Víða þungfært á Akureyri

Mynd tekinn af Facebooksíðu lögreglunnar.
Mynd tekinn af Facebooksíðu lögreglunnar.

Talsvert hefur snjóað á Akureyri og nágrenni síðustu sólarhringa. Nú er svo komið að færð er heldur farin að tappast. Á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að helstu stofnbrautir á Akureyri séu sæmilega færar en í mörgum öðrum götum er orðin það þung færð, að ekki er ráðlegt að reyna þar akstur nema á bílum með fjórhjóladrifi og á góðum dekkjum. Það kann þó ekki að duga og verða ökumenn að hafa það í huga.

Nýjast