Víða flughálka á vegum og hvass vindur

Vegagerðin vekur athygli á því að mjög varasamt getur verið að vera á ferðinni þegar saman fer hvass vindur og svell á vegum. Á Norðurlandi er flughálka á flestum útvegum. Flughálka og óveður er á flestum leiðum í kringum Húsavík. Hálka eða hálkublettir á öðrum leiðum. Hálka og óveður er á Mývatnsöræfum.

 

Á Austurlandi og Suðausturlandi er flughálka í Skriðdalnum og í kringum Egilstaði einnig er flughálka frá Reyðarfirði og að Lómagnúp. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði og Oddskarði en hálka á öðrum leiðum. Ófært er á Vatnsskarð eystra.

Það eru hálkublettir og þoka á Sandskeiði , Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er flughált á víðar í uppsveitum. Hálkublettir eru þjóðveginum frá Selfossi og austur að Vík. Á Vesturlandi er flughálka á Holtavörðuheiði, Fróðárheiði, á Laxárdalheiði í Staðarsveit og eins í Álftafirði. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. Á Vestfjörðum er flughálka á flestum leiðum en krapasnjór eða hálka á öðrum leiðum.

 

Nýjast