Töluvert snjóaði á Norðurlandi í nótt og því er víða hálka á vegum. Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja á flestum vegum. Snjóþekja og éljagangur er á Siglufjarðarvegi. Á Norðurlandi eystra er hálka eða snjóþekja og þó nokkur éljagangur á felsum leiðum. Flughálka er við Bakkaflóa. Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum vegum. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði eystra og verið að hreinsa, snjóþekja og skafrenningur er á Fjarðheiði.
Á Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir. Það er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en annars hálka, hálkublettir eða snjóþekja flestum vegum á Suðurlandi. Það er snjóþekja á Suðurstrandarvegi og snjóþekja og skafrenningur á Krýsuvíkurvegi. Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum. Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á felsum vegum. Flughálka er á Innstrandavegi. Hálka og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheið og Klettsháls. Snjóþekja og skafrenningur er á Þröskuldum, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.