Við leggjum lið

Hrönn Arnheiður Björnsdóttir formaður Lionsklúbbsins Sifjar útdeildir pokum undir birkifræin áður en…
Hrönn Arnheiður Björnsdóttir formaður Lionsklúbbsins Sifjar útdeildir pokum undir birkifræin áður en haldið var út í skóginn.

Texti: Margrét Þóra Þórsdóttir

mth@vikubladid.is

 

„Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að eiga stund í skóginum með sjálfum sér eða fjölskyldunni, vinum og vandamönnum,“ segir Hrönn Arnheiður Björnsdóttir formaður Lionsklúbbsins Sifjar í Eyjafjarðarsveit.

Skógræktin og Landgræðslan standa fyrir átaki meðal landsmanna um að breiða út birkiskóga landsins og hvetja til þess að safni birkifræjum. Hrönn Arnheiður segir að Sifjarkonur hafi svarað kallinu í fyrrahaust og það hafi verið svo gaman og notalegt að fleirum var boðið að vera með nú í ár. Í hópnum í ár voru alls 12, þar af 6 Sifjarkonur.

Tvö kíló af fræjum

Lions konur söfnuðu fræjum í í Kristnesskógi og Reykhúsaskógi sem eru samliggjandi. „Við tíndum rúmlega tvö kíló af fræjum í þetta sinn,“  segir hún og bætir við að öllum hafi þótt svo gaman að örugglega verið farið út í skóg aftur að ári að safna birkifræi. „Kjörorð Lions er „Við leggjum lið,“ og það á vel við þetta verkefni.“

Lionskonur voru í samvinnu um viðburðinni við Kristnesspítala og Hælið, setur um sögu berklanna, en eftir að söfnun lauk gátu þátttakendur setið yfir kaffi og kökum á veitingastaðnum Hælinu.

Birkisöfnun

Bikisöfnun


Nýjast